Flæddi inn á sjúkrahús og Bæjarbrekkan varð að stórfljóti Fanney Birna Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2015 07:07 Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og fleiri stóðu í ströngu um helgina. vísir/hafþór Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór Veður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór
Veður Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira