Toyota með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2015 16:25 Toyota hagnast sem aldrei fyrr. Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Toyota var að skila sínu besta uppgjöri frá upphafi og hagnaðist um 2.371 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaðurinn jókst um 13,2% frá árinu á undan. Toyota seldi alls 10,23 milljón bíla á síðasta ári og er það einnig mesta sala Toyota frá upphafi. Þar af seldi Toyota 2,1 milljónir bíla í Bandaríkjunum og hagnaður þar jókst um 50% á milli ára. Það sem stærstan þátt á þó í auknum hagnaði Toyota nú er afar lágt gengi japanska yensins, en það hefur ekki verið skráð lægra frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Þetta lága gengi yensins gerir það að verkum að Toyota hagnast meira af hverjum seldum bíl en áður. Toyota á ekki von á því að selja fleiri bíla í ár en í fyrra vegna minnkandi sölu í heimalandinu og vandræða japanskra bílaframleiðenda í Kína.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent