Þrír ráðherrabílar til sölu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 13:09 Ráðherrabílarnir þrír sem auglýstir eru til sölu á vef Ríkiskaupa. Vísir Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll. Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Þrír „gamlir“ ráðherrabílar eru nú til sölu hjá Ríkiskaupum í bílaútboði. Bílarnir sem um ræðir er 2005 árgerð af fjórhjóladrifnum BMW 5, Volkswagen Passat frá árinu 2007 og fjórhjóladrifinn Volvo XC90, einnig frá árinu 2007. Viðskiptablaðið greindi frá því að bílarnir væru komnir í útboð. BMW-inn sem er til sölu er ekinn 241.000 kílómetra. Hæsta boð í hann inn á vef Ríkiskaupa rúmar 2,5 milljónir. Hætt var að nota bílinn síðastliðið sumar í kjölfar þess að hann bilaði og ók Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þá á bílaleigubíl. Bjarni er núna kominn á nýjan bíl, Mercedes Benz E-Class, sem kostar frá 7 milljónum og upp úr samkvæmt verðlista söluaðilans Öskju.Sjá einnig: Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Volvo XC90 er jepplingur sem ekinn er 207.000 kílómetra. Hæsta boð í hann er tæpar 4 milljónir. Hann hefur þjónað tveimur ráðherrum síðustu árin, annars vegar Ögmundi Jónassyni þegar hann var innanríkisráðherra og hins vegar Gunnar Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Gunnar Bragi ekur nú um á nýjum bíl, Land Rover Discovery jeppa, sem kostar 13 milljónir króna samvkæmt verðlista söluaðilans BL.Árni Páll vill kaupa rafmagnsbíla Passatinn sem er til sölu er ekinn um 76.000 kílómetra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frá því á Facebook-síðu sinni að bíllinn hafi verið keyptur þegar hann var félagsmálaráðherra og bætir við: „Virkaði vel og er án efa ódýrasti ráðherrabíll Íslandssögunnar og mun áreiðanlega seljast vel, lítið ekinn. Við stóðum í blóðugum aðhaldsaðgerðum þegar þurfti að endurnýja bíl og þetta var langskynsamlegasti kosturinn. Í þessu ljósi má velta fyrir sér forgangsröðun í bílamálum ráðherra: Af hverju þarf svona dýra bíla þegar kemur að óhjákvæmilegri endurnýjun? Af hverju er ekki tækifærið notað og skipt í rafmagnsbíla?“ Rafmagnsbílar eru vissulega ódýrari en þeir bílar sem keyptir hafa verið að undanförnu fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þeir eru þó dýrari, samkvæmt upplýsingum Vísis, en bensínbílar af sambærilegri stærð. Post by Árni Páll.
Alþingi Tengdar fréttir Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08 Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Nýir lúxusbílar fyrir ráðherrana Gunnar Bragi Sveinsson keyrir um á glænýjum Land Rover Discovery. Bjarni Benediktsson fær Mercedes-Benz-bifreið sína um áramótin. 13. nóvember 2014 17:08
Veruleg aukning í sölu á lúxusbílum Nýir Range Rover, Land Rover Discovery og Porsche Cayenne jeppar hafa rokið út það sem af er ári. Salan er farin að minna á upphaf góðærisins. 10. nóvember 2014 15:00