Bílasala í Evrópu jókst um 7,1% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 16:05 Framúrstefnuleg bílageymsla Volkswagen í Wolfsburg. Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Hin ágætasta bílasala var í nýliðnum janúar í Evrópu og jókst hún um 7,1% frá fyrra ári. Vöxturinn í desember var 4,7%. Salan í janúar í álfunni var 960.531 bíll en í janúar árið 2014 var hún 897.008 bílar. Þessi fíni vöxtur í bílasölu kemur aðallega frá syðri löndum Evrópu, en vöxturinn á Spáni og Portúgal var 28% og heil 42% í Grikklandi. Aukningin í Þýskalandi var 2,6% og 7% í Bretlandi, en mikil aukning var í sölu bíla í Bretlandi í fyrra. Salan í fyrra í Evrópu var um 5% meiri en árið 2013 og spár fyrir þetta ár gera aðeins ráð fyrir 2,1% aukningu, en janúar fór langt fram úr þeirri spá. Gert er ráð fyrir 12,55 milljón bíla sölu í Evrópu í ár, sem er ansi langt frá metsölunni árið 2007 uppá um 16 milljón bíla.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira