Lífið

Reykjavíkurdætur lesa ummælin: "Auðvitað ertu femínisti, ómannlega drasl"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Steiney og Sara lásu skilaboðin.
Steiney og Sara lásu skilaboðin.
Síðan umræðan um kosti og galla Reykjavíkurdætra sem rapphljómsveitar fór af stað í vikunni, eftir ummæli Emmsjé Gauta á Twitter, hefur sveitinni borist mjög mikið af ömurlegum athugasemdum frá virkum í athugasemdum.

Þær Steiney og Sara, meðlimir sveitarinnar, lásu upp níu verstu ummælin sem sveitinni hafa borist, eins og Nútíminn greindi frá fyrr í dag.





Upphafið að umræðunum má rekja til tísts Emmsjé Gauta sem hafði þetta að segja um Reykjavíkurdætur á laugardagskvöld:

Gauti tjáði sig svo aftur um málið á Twitter í gær. Þar sagði hann að þeir sem væru að drulla yfir femínisma væru að misskilja málið.





Vísir greindi fyrst frá málinu og var rætt við Gauta og Kolfinnu Nikulásdóttur, sem gengur undir nafninu Kylfan. Þá sagði Gauti:

„Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Hann tók það skýrt fram að hann væri ekki á móti kvenfólki í rappi, hvað þá Reykjavíkurdætrum sem manneskjum. „Ég lít á margar þeirra sem vinkonur mínar. Það er á teikniborðinu að skoða að gera tónlist með einhverjum þeirra og ég er að fara að spila á tónleikum á þeirra vegum í næsta mánuði. Þannig að þetta er ekkert persónulegt."

Kylfan gaf svo út „disslag“ á Gauta sem kveitki heldur betur bál hjá virkum í athugasemdum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×