Frakkar greiða 10.000 evrur fyrir skipti á rafmagnsbíl fyrir dísilbíl Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2015 12:49 Frönsk bílaumferð. Í apríl munu frönsk yfirvöld greiða bílkaupendum sem fá sér rafmagnsbíl og afleggja gömlum dísilbíl 10.000 evrur, eða 1,5 milljónir króna. Þessir dísilbílar þurfa að vera meira en 13 ára gamlir, en svo gamlir dísilbílar eru ekki búnir nauðsynlegum síum fyrir útblástur þeirra. Þessi aðgerð er liður í þeim áformum franskra yfirvalda að fækka dísilbílum á frönskum vegum, en í áætlunum franskra yfirvalda er markmiðið að útrýma dísilbílum árið 2020. Það er nokkuð bratt markmið í ljósi þess að afar stór hluti af nýjum bílum í Frakklandi nú eru dísilbílar og því þyrfti ári hratt að losna við tiltölulega nýlega dísilbíla. Í fyrra voru 64% allra seldra nýrra bíla í Frakklandi með dísilvélum og hafði þá lækkað frá 73% árið 2012. Er þessi háa tala í Frakklandi aðallega til komin vegna áherslu franskra bílaframleiðenda á dísilvélar. Samsvarandi tala fyrir Þýskaland og Bretland er 47% og 50%. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í apríl munu frönsk yfirvöld greiða bílkaupendum sem fá sér rafmagnsbíl og afleggja gömlum dísilbíl 10.000 evrur, eða 1,5 milljónir króna. Þessir dísilbílar þurfa að vera meira en 13 ára gamlir, en svo gamlir dísilbílar eru ekki búnir nauðsynlegum síum fyrir útblástur þeirra. Þessi aðgerð er liður í þeim áformum franskra yfirvalda að fækka dísilbílum á frönskum vegum, en í áætlunum franskra yfirvalda er markmiðið að útrýma dísilbílum árið 2020. Það er nokkuð bratt markmið í ljósi þess að afar stór hluti af nýjum bílum í Frakklandi nú eru dísilbílar og því þyrfti ári hratt að losna við tiltölulega nýlega dísilbíla. Í fyrra voru 64% allra seldra nýrra bíla í Frakklandi með dísilvélum og hafði þá lækkað frá 73% árið 2012. Er þessi háa tala í Frakklandi aðallega til komin vegna áherslu franskra bílaframleiðenda á dísilvélar. Samsvarandi tala fyrir Þýskaland og Bretland er 47% og 50%.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira