Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 21:25 Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira