Phil Jackson, forseti NY Knicks, tekur á sig sökina á hörmulegu gengi liðsins í NBA-deildinni í vetur.
Jackson var ráðinn forseti félagsins fyrir leiktíðina og hann lýsti því yfir að liðið gæti komist í úrslitakeppnina. Það er ekki að fara að gerast.
Knicks er búið að vinna 10 leiki í vetur og tapa 38. Fimm sigrar í síðustu sjö leikjum hafa aðeins lagað stöðuna en árangurinn engu að síður sé lélegasti frá upphafi.
„Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Jackson eftir að Knicks tapaði 36 af fyrstu 41 leikjum sínum í vetur.
„Tilraun mín hefur algjörlega misheppnast. Það er ekki hægt að neita því."
Jackson réð líka Derek Fisher sem þjálfara en hann var algjörlega óreyndur. Knicks afrekaði að tapa 16 leikjum í röð fyrr í vetur.
Tilraun mín hefur algjörlega misheppnast

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti



Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti

