„Disslagið“ er komið: Kylfan lætur Emmsjé Gauta heyra það Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 11:54 Emmsjé Gauti er yrkisefni Kolfinnu Nikulásdóttur. Kolfinna Nikulásdóttir úr Reykjavíkurdætrum rappaði um Emmsjé Gauta í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu Reykjavíkurdætra um fjögurleytið í nótt. Í laginu óskar Kolfinna eftir svari frá Emmsjé Gauta, en við hverju hún vill svar er óljóst. Hún spyr ítrekað hvar hárið sé og tengist það líklega því sem hún sagði í samtali við Vísi í gær. Kolfinna sagði þá að ummæli Gauta um Reykjavíkurdætur væri uppfull af ótta og minnimáttarkennd.Sjá einnig:„Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“„Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“ Kolfinna sagði einnig að það væri í skoðun hvort að Reykjavíkurdætur ætluðu sér að gera lag um Gauta. Kolfinnu hefur því væntanlega ekki verið til setunnar boðið og birti myndbandið í nótt. Hægt er að rekja málið til tísts Emmsjé Gauta um helgina.Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Í ítarlegu viðtali við Vísi í gær lýsti Gauti því yfir að honum þætti nokkrar í Reykjavíkurdætrum mjög góðar og að hann fagnaði því að fá meiri breidd í rappsenununa. „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann bætti við: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Post by Reykjavíkurdætur. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Kolfinna Nikulásdóttir úr Reykjavíkurdætrum rappaði um Emmsjé Gauta í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu Reykjavíkurdætra um fjögurleytið í nótt. Í laginu óskar Kolfinna eftir svari frá Emmsjé Gauta, en við hverju hún vill svar er óljóst. Hún spyr ítrekað hvar hárið sé og tengist það líklega því sem hún sagði í samtali við Vísi í gær. Kolfinna sagði þá að ummæli Gauta um Reykjavíkurdætur væri uppfull af ótta og minnimáttarkennd.Sjá einnig:„Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum bekknum er boðið“„Ég held að þetta sé útaf því að við erum svo hárprúð hljómsveit, hvert fór eiginlega hárið á Gauta?“ Kolfinna sagði einnig að það væri í skoðun hvort að Reykjavíkurdætur ætluðu sér að gera lag um Gauta. Kolfinnu hefur því væntanlega ekki verið til setunnar boðið og birti myndbandið í nótt. Hægt er að rekja málið til tísts Emmsjé Gauta um helgina.Þetta er ekki spurning um kyn. Rapp er rapp. RVK dætur var feit pæling sem gekk ekki upp. Vond tónlist er vond tónlist. — Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) January 31, 2015 Í ítarlegu viðtali við Vísi í gær lýsti Gauti því yfir að honum þætti nokkrar í Reykjavíkurdætrum mjög góðar og að hann fagnaði því að fá meiri breidd í rappsenununa. „Ég vil samt árétta að ég er að ekki að „starta beefi“. Ég er einfaldlega að segja mína skoðun undir nafni. Ég hef ekkert á móti góðu hópefli, en þetta er bara ekki góð tónlist.“ Hann bætti við: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur. Sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Post by Reykjavíkurdætur.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira