Mitsubishi og Nissan hætta við samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 08:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent
Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent