AC Milan veitir ekki af liðsstyrk og liðið er búið að næla í enn einn leikmanninn í janúar.
Luca Antonelli er kominn til félagsins frá Genoa en kaupverðið var ekki gefið upp.
Antonelli er því kominn heim en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Mílanó-risanum. Hann skrifaði undir samning til ársins 2018.
Antonelli er vinstri bakvörður og hefur spilað mjög vel fyrir Genoa.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Milan í janúar. Hinir eru Alessio Cerci, Salvatore Bocchetti, Mattia Destro og Suso.
