Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Verona sem tapaði fyrir Palermo með tveimur mörkum gegn einu í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Panagiots Tachtsidis kom Verona yfir á 8. mínútu en Paulo Dybala og Andrea Belotti tryggðu Sikileyjarliðinu sigurinn með mörkum í sitt hvorum hálfleiknum.
Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekknum þegar Cesena vann óvæntan sigur, 2-1, á Lazio á heimavelli. Cesena er þó enn í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar en liðið er nú fjórum stigum frá fallsæti.
Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Udinese á útivelli. Ítalíumeistararnir eru þó með sjö stiga forskot á Roma á toppi deildarinnar.
Úrslit dagsins:
Sassuolo 3-1 Inter
Atalanta 2-1 Cagliari
Palermo 2-1 Verona
Udinese 0-0 Juventus
Cesena 2-1 Lazio
Chievo 1-2 Napoli
Torino 5-1 Sampdoria
