Unnur Lára: Vissi ekki að ég væri ekki tryggð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 23:30 Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira