Kevin Hart hættur eftir að 13 ára stelpa fór illa með hann | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 16:15 Kevin Hart er hér að missa Mo'ne Davis framhjá sér. Vísir/Getty Kevin Hart hefur verið aðalstjarna grínleiks stjörnuhelgar NBA-deildarinnar en þar mætast frægt fólk af báðum kynjum og gamli leikmenn auk annarra boðsgesta. Kevin Hart er gamanleikari og mikill körfuboltaáhugamaður en sentímetrarnir eru eru ekki alveg að vinna með honum. Hann hefur samt fjórum sinnum verið valinn besti maður grínleiksins en það eru áhorfendurnir sem fá að velja hann. Kevin Hart fékk verðlaunin enn einu sinni um síðustu helgi en eftirminnilegast atvikið með honum í leiknum var þó ekki til að auka hróður hans sem körfuboltamanns - allavega ekki sem varnarmanns. Kevin Hart var að dekka hina þrettán ára gömlu Mo'ne Davis sem er orðin fræg í Bandaríkjunum fyrir frábæra frammistöðu sína í hafnarbolta barnanna. Mo'ne Davis kann líka ýmislegt fyrir sér í körfuboltanum og því fékk Hart að kynnast frá fyrstu hendi þegar hún fór afar illa með hann í einni sókninni. Hart er 35 ára gamall og tilkynnti það eftir leikinn að hann myndi ekki spila fleiri leiki á Stjörnuhátíðinni. "Þessi litla stelpa gerði lítið úr mér í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þetta verður bara verra ef ég kem aftur. Ég vil ekki sjá hvað gerist næst," sagði Hart í viðtali í Jim Rome Show. Kannski var hann enn ringlaður eftir snúninginn frá Mo'ne Davis en við verðum að bíða og sjá hvort að hann standi við stóru orðin á næsta ári. Fyrir þá sem vilja sjá af hverju Kevin Hart sé hættur geta skoðað myndbandið hér fyrir neðan sem er um einvígi hans og Mo'ne Davis. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Kevin Hart hefur verið aðalstjarna grínleiks stjörnuhelgar NBA-deildarinnar en þar mætast frægt fólk af báðum kynjum og gamli leikmenn auk annarra boðsgesta. Kevin Hart er gamanleikari og mikill körfuboltaáhugamaður en sentímetrarnir eru eru ekki alveg að vinna með honum. Hann hefur samt fjórum sinnum verið valinn besti maður grínleiksins en það eru áhorfendurnir sem fá að velja hann. Kevin Hart fékk verðlaunin enn einu sinni um síðustu helgi en eftirminnilegast atvikið með honum í leiknum var þó ekki til að auka hróður hans sem körfuboltamanns - allavega ekki sem varnarmanns. Kevin Hart var að dekka hina þrettán ára gömlu Mo'ne Davis sem er orðin fræg í Bandaríkjunum fyrir frábæra frammistöðu sína í hafnarbolta barnanna. Mo'ne Davis kann líka ýmislegt fyrir sér í körfuboltanum og því fékk Hart að kynnast frá fyrstu hendi þegar hún fór afar illa með hann í einni sókninni. Hart er 35 ára gamall og tilkynnti það eftir leikinn að hann myndi ekki spila fleiri leiki á Stjörnuhátíðinni. "Þessi litla stelpa gerði lítið úr mér í beinni útsendingu í sjónvarpi. Þetta verður bara verra ef ég kem aftur. Ég vil ekki sjá hvað gerist næst," sagði Hart í viðtali í Jim Rome Show. Kannski var hann enn ringlaður eftir snúninginn frá Mo'ne Davis en við verðum að bíða og sjá hvort að hann standi við stóru orðin á næsta ári. Fyrir þá sem vilja sjá af hverju Kevin Hart sé hættur geta skoðað myndbandið hér fyrir neðan sem er um einvígi hans og Mo'ne Davis.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira