FBI plataði þýskan rappara og liðsmann ISIS í „hunangsgildru“ Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2015 14:11 Hinn 39 ára Denis „Deso Dogg” Cuspert var vinsæll rappari í Þýskalandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi. Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira