FBI plataði þýskan rappara og liðsmann ISIS í „hunangsgildru“ Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2015 14:11 Hinn 39 ára Denis „Deso Dogg” Cuspert var vinsæll rappari í Þýskalandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi. Mið-Austurlönd Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi kvennjósnara á sínum snærum til Sýrlands til að ná upplýsingum frá þýskum rappara sem grunaður var um að hafa gengið til liðs við ISIS. Njósnaranum tókst að komast í náðina hjá manninum og koma upplýsingum til bandarískra yfirvalda um margra mánaða skeið.Þýska blaðið Bild segir frá því að þýski rapparinn Denis „Deso Dogg” Cuspert hafi verið vinsæll tónlistarmaður á fyrsta áratug þessarar aldar. Smáglæpir hafi mótað uppvaxtarár hans, en eftir að hafa lent í bílslysi hafi hann orðið íslamstrúar og komist í samband við íslamska öfgamenn. Cuspert hefur nú lifað um tíma í Sýrlandi undir nafninu Abu Talha al-Almani. Eftir að áhugi bandarískra yfirvalda kviknaði var tekin ákvörðun um að reyna að nýta sér veikleika hans fyrir konum, en að sögn á maðurinn þrjú börn með þremur konum. FBI hafi því sent njósnara til Sýrlands til að reyna að hafa upplýsingar af honum. Í frétt Bild segir að verkefnið hafi verið mjög árangursríkt þar sem Cuspert hafi orðið ástfanginn af njósnaranum og þau gengið að eiga hvort annað. Njósnarinn hafi svo komið upplýsingum til Bandaríkjamanna um margra mánaða skeið og síðar tekist að flýja yfir landamærin til Tyrklands. Tyrknesk yfirvöld tóku konuna höndum eftir að hún komst yfir landamærin en eftir að hafa útskýrt mál sitt gátu fulltrúar bandarískra yfirvalda komið henni aftur til Bandaríkjanna. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða upplýsingum njósnaranum tókst að koma til bandarískra yfirvalda, en Deso Dogg var í það minnsta komið á lista yfir grunaða hryðjuverkamenn í síðustu viku. Er því búið að frysta eignir mannsins og takmarka ferðafrelsi.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent