Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta, segir það líklegt að hann spili ekki meira á tímabilinu.
Melo mun spila í stjörnuleik NBA-deildarinnar á sunnudaginn þar sem hann er í byrjunarliði austursins, en þó aðeins nokkrar mínútur bara til að vera með.
„Það er mjög líklegt að ég spili ekki meira á tímabilinu,“ sagði hann í útvarpsviðtali við ESPN.
„Þetta tímabil er bara þetta tímabil. Nú vil ég setjast niður með mínu fólki og finna út hvað ég get nákvæmlega gert til að koma hlutunum í lag.“
Melo er stigahæsti leikmaður Knicks og launahæsti leikmaður þess. Hann hefur fundið fyrir eymslum í vinstra hné í marga mánuði og sat á bekknum vegna þeirra í tapi gegn Orlando á miðvikudaginn.
„Ég mun spila í stjörnuleiknum þó ég geri ekki annað en að veifa til áhorfenda. Stuðningsmennirnir eiga það ekki skilið að ég spili ekki. Það er ástæða fyrir því að þeir kusu mig þannig það það minnsta sem ég get gert er að mæta,“ segir Carmelo Anthony.
Carmelo Athony spilar líklega ekki meira á tímabilinu

Tengdar fréttir

Damian Lillard tekur sæti Griffin í Stjörnuleiknum
Damian Lillard verður með í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta eftir allt saman en hann mun taka sæti Blake Griffin í liði Vesturdeildarinnar. Griffin er meiddur og missir af leiknum.

Cousins inn fyrir Kobe
DaMarcus Cousins tekur sæti Kobe Bryant í Stjörnuliði Vesturdeildarinnar.

Hvernig getur þessi ekki verið Stjörnuleikmaður í NBA? | Myndband
Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, mætti reiður til leiks í nótt og átti eina svakalega troðslu yfir einn af risunum í NBA-deildinni í körfubolta.