Porsche og Audi drógu vagninn hjá VW bílafjölskyldunni Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2015 12:10 Porsche seldi 31,2% fleiri bíla í janúar í ár en í fyrra. Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent
Æði misjöfn var sala hinnu ýmsu bílaframleiðenda sem tilheyra stóru bílafjölskyldu Volkswagen í janúar. Bílar Volkswagen merkisins seldust í 2,8% minna magni í mánuðinum en í fyrra. Porsche seldi hinsvegar 31,2% fleiri bíla en í fyrra og Audi 10,3% fleir bíla. Skoda jók söluna um 7,5% og Seat um 6,4%. Þesi ágæta sala undirmerkja Volkswagen gerði það að verkum að heildarsalan jókst um 1% í janúar. Sala Volkswagen bíla telur samt 60% af heildarsölu Volkswagen bílafjölskyldunnar og dró dræm sala merkisins hina niður hvað heildina varðar. Í mánuðinum seldi Audi alls 137.700 bíla, Porsche 16.000, Skoda 87.000 og Seat 27.700 bíla. Á síðustu árum hefur Audi og Porsche skapað meirihlutann af hagnaði Volkswagen samstæðunnar og allt útlit er fyrir það að enn eitt árið verði það svo. Hagnaður af hverjum seldum bíl er líka mun meiri hjá Porsche og Audi, en Volkswagen.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent