1.250 hestafla Nissan í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 15:33 Le Mans bíllinn hefur fengið nafnið Nissan GT-R LM Nismo. Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent