Ford ljær hraðkynni nýja merkingu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 14:10 Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent
Ford fer frumlegar leiðir við að endurskilgreina hraðkynni („speed dating“) með þessum vel heppnaða hrekk. Í þessu tilviki snúast hraðkynnin um það að fara ógnarhratt um leið og kynnst er nýrri manneskju. Eðlilegt er þá að notast við aflmikinn Ford Mustang bíl og fékk Ford snoppufríða en reynda hraðaksturskonu til verksins. Hún fékk nokkra einhleypa karlmenn með sér á stefnumót og fer með þeim í bíltúr á Mustangnum. Hún þykist ekki mikið kunna á bílinn, en brátt kemur reyndar annað í ljós. Mjög forvitnilegt er að sjá viðbrögð þeirra þegar bensínfóturinn þyngist á þessari reyndu aksturskonu. Svona er semsagt „speed dating“ að mati Ford.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent