Fjórði mánuður Volkswagen með minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 10:29 Ein af samsetningarverksmiðjum Volkswagen. Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent
Volkswagen á von á erfiðu ári í ár en sala Volkswagen bíla hefur minnkað á milli ára síðustu 4 mánuði. Í janúar var salan 2,8% minni en í janúar í fyrra. Salan í Evrópu og Kína, sem taldi þrjá fjórðu af heildarsölu Volkswagen í fyrra, minnkaði um 0,6% í Evrópu og 1% í Kína í janúar og það hefur ekki aukið bjarsýni Volkswagen fyrir söluna í ár. Í Rússlandi var ástandið enn verra, en þar minnkaði salan um 28% í síðasta mánuði. Volkswagen, sem seldi 10,1 milljón bíla á síðasta ári, ætlar að skera niður kostnað við framleiðslu sína um 750 milljarða króna á næstu tveimur árum til að minnka bilið á hagnaði fyrirtækisins í samanburði við Toyota, sem hagnaðist gríðarlega á síðasta ári.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent