1.090 hestafla rafmagnsbíll með 800 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 15:23 Quant F er sportlegur ofurrafbíll. Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Á bílasýningunni í Genf á síðasta ári sýndi Quant rafmagnsbílasmiðurinn Quant e-Sportlimousine bíl með 600 kílómetra drægni og 912 hestafla rafmótora. Nú ætlar Quant aftur að mæta til Genf og sýna uppfærða útgáfu þessa bíls, sem fengið hefur nafnið Quant F. Hann er nú orðinn heil 1.090 hestöfl og aka má bílnum 800 kílómetra á milli hleðsla á rafhlöðum hans. Bíllinn hefur ekki tekið miklum útlitsbreytingum og erfitt að greina þær í fyrstu. Quant F er nú kominn með yfirbyggingu úr koltrefjum og mjög margt hefur breyst í bílnum til að létta hann og gera hann að betri akstursbíl. Quant F er með rafmótora við öll hjól og því fjórhjóladrifinn. Quant fyrirtækið er frá Liechtenstein og það áformar að setja þennan bíl á markað þegar hann hefur fengið framleiðsluleyfi og komist í gegnum tilhlíðlegar öryggisprófanir sem brátt munu fara fram í Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þessi bíll mun vafalaust vekja mikla athygli í Genf í næsta mánuði.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent