Audi sló við Benz og BMW í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 13:28 Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent
Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent