Audi sló við Benz og BMW í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 13:28 Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent
Á síðasta ári seldi BMW fleiri bíla um heim allan en hinir þýsku samkeppnisaðilarnir Audi og Mercedes Benz. Það hefur BMW reyndar gert frá því árið 2005. Nú í janúar bar þó svo við að bæði Audi og Mercedes Benz slógu við BMW í sölu. Audi seldi 137.700 bíla í janúar, Mercedes Benz 125.865 og BMW 124.561. Söluaukning Audi var 10% í mánuðinum, 6,3% hjá BMW, en Mercedes Benz sló þeim báðum við með 14% aukningu. Mercedes Benz hefur undanfarið sótt verulega á hina tvo í sölu og var með mestu aukninguna í fyrra og nær ef til vill því markmiði sínu að endurheimta toppsætið í sölu, rétt eins og fyrirtækið hafði allar götur þangað til BMW náði því fyrir tíu árum.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent