Starf trukkabílstjóra algengasta starfið í 29 ríkjum Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 12:56 Trukkabílstjórar eru margir í Bandaríkjunum. Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira