Starf trukkabílstjóra algengasta starfið í 29 ríkjum Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 10. febrúar 2015 12:56 Trukkabílstjórar eru margir í Bandaríkjunum. Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna er starf trukkabílstjóra fjölmennasta starfsgreinin, eða í 29 ríkjum. Svo virðist sem endalaus þörf sé á því að færa vörur á milli staða í þessu landi gnægtanna. Þessar upplýsingar koma frá mannfjöldastofnuninni Census Bureau. Stofnunin bendir á að starf trukkabílstjórans hafi í gegnum tíðina ekki orðið fyrir áhrifum af tveimur stærstu áhrifavöldum starfa í Bandaríkjunum á undaförnum árum, þ.e. útvistun starfa til landa þar sem laun eru lægri og sjálfvirkni. Ekki er hægt að útvista trukkabílstjórastarfinu og enn hefur ekki komið til þess að bílarnir aki sjálfir, þó svo að Mercedes Benz vinni nú að því að gera trukka sjálfakandi. Athygli vekur einnig að í 4 ríkjum er starf fólks við hugbúnaðarþróun algengasta starfið og í 6 ríkjum er starf grunnskólakennara í efsta sætinu. Á Hawai er starf matreiðslumanna algengast og aðeins í norður- og suður-Dakóta eru störf bænda algengust. Í District of Columbia er starf lögmanna algengast.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent