Innlent

Fundu ferðamennina heila á húfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunarsveitir eru að störfum víða um land.
Björgunarsveitir eru að störfum víða um land. Vísir/Auðunn Níelsson
Björgunarsveitir fundu nú fyrir stundu tvo menn sem leitað var að norðan við Mýrdalsjökul. Voru þeir í ágætu ásigkomulagi en þó orðnir nokkuð hraktir eftir að hafa misst tjald og búnað í aftakaveðri.

Sjá einnig: Leitað er að tveimur erlendum ferðamönnum við Mýrdalsjökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar og kom hún á svæðið í þann mund er björgunarsveitir fundu mennina. Mun hún flytja þá til byggða. Um 40 björgunarmenn tóku þátt í aðgerðinni.

Leitin sem stendur yfir á Norðurlandi hefur enn engan árangur borið. Fyrstu hópar björgunarmanna eru komnir á þann stað er talið var að mennirnir væru en sjá engin merki um þá.

Sjá einnig: Hátt í 80 björgunarsveitarmenn á leiðinni til ferðamanna fyrir norðan


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×