Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2015 20:02 Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Sjá meira
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30