Innlent

Hafa ákveðið að rýma reit níu á Tálknafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá Tálknafirði.
Frá Tálknafirði. vísir/vilhelm
Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja hættustig á áður rýmdum svæðum á Patreksfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Einnig hefur verið ákveðið að rýma til viðbótar eftirfarandi reiti: Hús við Urðargötu á reit 5 og öll hús á reit 10.

Þá hefur verið ákveðið að rýma reit 9 á Tálknafirði. Rýmingu á að vera lokið klukkan sjö í kvöld.

Björgunarsveitir hafa verið að störfum víða um land í dag. Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði sinnti ófærðaraðstoð á Mikladal fyrir hádegi og rýmingu húsa vegna snjóflóðahættu nú síðdegis. Tálkni á Tálknafirði aðstoðaði vegfarendur á Hálfdáni fyrir hádegi. 

Rýmingarkort Patreksfjörður
Rýmingarkort Tálknafjörður

Tengdar fréttir

Neyðarboð bárust frá ferðamönnum

Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×