Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi í dag vegna veðurs. Ein vél komst frá Akureyri í morgun og ein frá Egilsstöðum en nú hefur borist tilkynning frá Flugfélagi Íslands um að öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst.
Farþegar sem áttu bókað flug fá sms og tölvupóst síðar í dag með upplýsingum um endurbókun á morgun.
Fylgstu með á veðurvef Vísis hér.
Öllu innanlandsflugi aflýst

Tengdar fréttir

Nokkrir bílar hafa farið út af Reykjanesbraut
Ökumenn eru hvattir til að fara varlega og aka eftir aðstæðum.

Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut
Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum.

Búast við truflunum á ferðum
Þá má búast við því að flestar ef ekki allar ferðir Strætó til og frá Reykjavík muni raskast mikið eða vera felldar niður.

Hvetja fólk til að skilja illa búna bíla eftir heima
Líklegt er að samgöngur raskist verulega í dag.