Vegagerðin vekur sérstaka athygli á því að á Reykjanesbrautinni er reiknað með mjög hvössum hliðarvindi á milli klukkan 14 og 17 í dag. Á þeim tíma verður veðurhæð 22 til 25 metrar á sekúndu og allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum.
Sjá einnig:Nokkrir bílar útaf á Reykjanesbraut í morgun
Hríðarveður verður meira og minna til kvöld á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði og hviður um 30 til 40 metrar á sekúndu á Kjalarnesi.
Austur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal hvessir mjög skömmu fyrir hádegi og þar verða hviðurnar allt að 40 til 50 metrar á sekúndu síðar í dag sem og í Öræfasveitinni þar sem einnig má gera ráð fyrir sandfoki.
Fylgstu með á veðurvef Vísis hér.
Nánari upplýsingar um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.
Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut

Tengdar fréttir

Nokkrir bílar hafa farið út af Reykjanesbraut
Ökumenn eru hvattir til að fara varlega og aka eftir aðstæðum.

Búast við truflunum á ferðum
Þá má búast við því að flestar ef ekki allar ferðir Strætó til og frá Reykjavík muni raskast mikið eða vera felldar niður.

Hvetja fólk til að skilja illa búna bíla eftir heima
Líklegt er að samgöngur raskist verulega í dag.