Innlent

Nokkrir bílar hafa farið út af Reykjanesbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Vegagerðin varar sérstaklega við mjög hvössum hliðarvindi við Reykjanesbraut eftir hádegi í dag.
Vegagerðin varar sérstaklega við mjög hvössum hliðarvindi við Reykjanesbraut eftir hádegi í dag. Vísir/VIlhelm
Nokkrir bílar hafa lent utanvegar á Reykjanesbrautinni í morgun en þar er snjóþekja og skafrenningur og skyggni á köflum lítið. Vegagerðin varar sérstaklega við mjög hvössum hliðarvindi á brautinni eftir hádegi í dag.

„Þetta snýst um að fara varlega og að aka eftir aðstæðum,“ segir lögregluþjónn á Suðurnesjum í samtali við Vísi.

Skil óveðurslægðar fara yfir landið í dag og þeim fylgir hvassviðri og hríðarveður um nánast allt land. Suðvestanlands er vaxandi vindur og versnandi skyggni einkum á fjallvegunum, en á láglendi blotar um og fyrir hádegi og skyggni batnar þá. Vegagerðin vill vekja athygli á að á Reykjanesbrautinni er reiknað með mjög hvössum hliðarvindi á milli tvö og fimm í dag. Veðurhæð þá 22-25 m/s og allt að 35 m/s í hviðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×