Hannes: Vitum ekki hvort dúkurinn var til vandræða | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 15:15 Hér má sjá leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur spila á dúknum umrædda í úrslitaleik kvenna á laugardag. Vísir/Þórdís Inga Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti