Evoque fær tvær nýjar dísilvélar Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2015 10:47 range Rover Evoque. Nú keppast bílaframleiðendur að upplýsa um hvaða nýjungar þeir munu sýna á bílasýningunni í Genf, en hún hefst í byrjun næsta mánaðar. Meðal bíla frá JLR Land Rover á sýningunni verður Range Rover Evoque, minnsti Range Rover bróðurinn, og hefur hann nú fengið tvo nýja vélarkosti. Það eru tvær 147 og 177 hestafla Ingenium vélar, en báðar eu þær með 2,0 lítra sprengiurými. Þessar vélar eru mjög eyðslugrannar og segja þeir hjá Land Rover að sú aflminni eyði aðeins 3,5 lítrum og sú aflmeiri 4,0 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Er það fáheyrt með jeppa, þó smár sé. Bætingin í eyðslu nemur 18%. Verður þessi Evoque fyrir vikið eyðslugrennsti bíll sem Land Rover hefur framleitt. Þessar nýju vélar eru 20 og 30 kg léttari en sú minnsta sem áður hefur sést í Range Rover Evoque. Níu gíra sjálfskipting verður tengd þessum vélum, en einnig má fá með þeim 6 gíra beinskiptingu. Þessar nýju vélar verða einnig í boði í Jaguar XE, minnsta framleiðslubíl Jaguar. Búast má við því að Range Rover Evoque muni með þessum nýju vélum lækka nokkuð í verði hér á landi vegna lágrar eyðslu og lítillar mengunar en verð stýrist hér mjög af CO2 mengun bíla. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent
Nú keppast bílaframleiðendur að upplýsa um hvaða nýjungar þeir munu sýna á bílasýningunni í Genf, en hún hefst í byrjun næsta mánaðar. Meðal bíla frá JLR Land Rover á sýningunni verður Range Rover Evoque, minnsti Range Rover bróðurinn, og hefur hann nú fengið tvo nýja vélarkosti. Það eru tvær 147 og 177 hestafla Ingenium vélar, en báðar eu þær með 2,0 lítra sprengiurými. Þessar vélar eru mjög eyðslugrannar og segja þeir hjá Land Rover að sú aflminni eyði aðeins 3,5 lítrum og sú aflmeiri 4,0 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Er það fáheyrt með jeppa, þó smár sé. Bætingin í eyðslu nemur 18%. Verður þessi Evoque fyrir vikið eyðslugrennsti bíll sem Land Rover hefur framleitt. Þessar nýju vélar eru 20 og 30 kg léttari en sú minnsta sem áður hefur sést í Range Rover Evoque. Níu gíra sjálfskipting verður tengd þessum vélum, en einnig má fá með þeim 6 gíra beinskiptingu. Þessar nýju vélar verða einnig í boði í Jaguar XE, minnsta framleiðslubíl Jaguar. Búast má við því að Range Rover Evoque muni með þessum nýju vélum lækka nokkuð í verði hér á landi vegna lágrar eyðslu og lítillar mengunar en verð stýrist hér mjög af CO2 mengun bíla.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent