Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 13:20 Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans. mynd/landsbjörg Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans og var áhersla lögð á að leita í öllum skálum á svæðinu sem leiddi til þess að konan, sem er liðlega þrítug, af erlendum uppruna en búsett hér, fannst í skálanum í Hvanngili, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem var í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. „Það fór bara vel um hana, hún leitaði sér bara skjóls þegar veðrið skall á og kom sér fyrir í skála. Það amaði svosem ekkert að henni,“ segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn. „Hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin. Hún var með nesti og gat í raun verið þarna í nokkra daga. Hún var með sérstakt staðsetningartæki en síðasta merkið frá henni barst á föstudeginum. Síðan heyrðist ekkert meira frá henni. Hún var aftur á móti í þeirri trú að hún væri að senda frá sér merki.“ Alls tóku 138 björgunarmenn þátt í leitinni á einn eða annan hátt. Veður Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. Það var upp úr klukkan þrjú í nótt sem björgunarmenn á fimm snjóbílum gátu loks lagt upp vegna veðurofsans og var áhersla lögð á að leita í öllum skálum á svæðinu sem leiddi til þess að konan, sem er liðlega þrítug, af erlendum uppruna en búsett hér, fannst í skálanum í Hvanngili, að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, sem var í stjórnstöð aðgerðanna í nótt. „Það fór bara vel um hana, hún leitaði sér bara skjóls þegar veðrið skall á og kom sér fyrir í skála. Það amaði svosem ekkert að henni,“ segir Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn. „Hún þekkir vel til þarna á svæðinu og var vel búin. Hún var með nesti og gat í raun verið þarna í nokkra daga. Hún var með sérstakt staðsetningartæki en síðasta merkið frá henni barst á föstudeginum. Síðan heyrðist ekkert meira frá henni. Hún var aftur á móti í þeirri trú að hún væri að senda frá sér merki.“ Alls tóku 138 björgunarmenn þátt í leitinni á einn eða annan hátt.
Veður Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira