Sjálflýsandi Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 12:39 Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent
Nissan í Evrópu hefur í tilraunaskyni þróað sjálflýsandi bílalakk í samstarfi við Hamish Scott. Framtakið er liður í því að vekja athygli á ýmsum orkusparandi aðgerðum sem eigendur Leaf í Bretlandi geta leyft sér vegna þess sparnaðar í útgjöldum sem Leaf færir þeim. Bílalakkið frá Nissan er hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er alfarið búið til úr náttúrulegum efnum og er 100% umhverfisvænt. Væri það sett á markað myndu sjálflýsandi eiginleikar þess endast í 25 ár. Samkvæmt frétt frá Nissan er rekstrarkostnaður Leaf aðeins um 2 pens á hverja ekna mílu. Það hefur leitt til aukins kaupmáttar bíleigendanna og gert þeim kleift að fjárfesta í enn fleiri orskusparandi aðgerðum. Hafa t.d. margir fengið sér sólarrafhlöður til að lækka orkureikning heimilisins. Í Bretlandi eru rúmlega 7.500 Nissan Leaf í umferðinni og fer þeim hratt fjölgandi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent