Mitsubishi og Peugeot-Citroën loka í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 11:43 Verksmiðju Mitsubishi og Peugeot-Citroën í Rússlandi hefur nú verið lokað tímabundið. Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Fleiri og fleiri bílaframleiðendur loka nú verksmiðjum sínum í Rússlandi, tímabundið eða alfarið. Það er hinn slæmi efnahagur þarlendis sem veldur dræmri sölu bíla. Nú hafa Mitsubishi og Peugeot-Citroën bæst í þann hóp og ætla að loka a.m.k. í nokkrar vikur. Bílasalan hjá Peugeot-Citroën svo að segja hrundi í janúar í Rússlandi og féll um 75%. Fyrirtækið seldi aðeins 898 bíla í þessum mánuði. Ekki gekk alveg eins illa hjá Mitsubishi en salan minnkaði engu að síður um 32% og nam 3.220 bílum. Í heildina féll bílasala í Rússlandi um 24% í janúar. Mitsubishi og Peugeot-Citroën framleiða bíla í sameiginlegri verksmiðju í Kaluga, 180 km suðvestur af Moskvu, og opnaði þessi verksmiðja árið 2012. Á þeim tíma var því spáð að bílasala í Rússlandi færi brátt fram úr bílasölu í Þýskalandi og tæki með því forystu sem mesta bílasöluland Evrópu. Sú hefur þó ekki orðið raunin og efnahagslægðin í Rússlandi, stríðsbröltið í Úkraínu og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hefur minnkað svo mjög bílasölu að hver framleiðandinn á fætur öðrum hefur stöðvað eða minnkað mjög framleiðslu sína. Verksmiðja Mitsubishi og Peugeot-Citroën getur framleitt 125.000 bíla ári en þar voru aðeins framleiddir 21.800 bílar árið 2013 og enn færri nú. Bílarnir Citroën C4 og Peugeot 408 eru framleiddir í Kaluga, sem og Mitsubishi Pajero Sport og Outlander.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent