Faðir Datsun Z deyr 105 ára Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 09:48 Yutaka Katayama fyrir framan Datsun Z bíl. Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira