Ingvar flutti uppistand líkt og í keppninni á síðasta ári. Framan af stefndi í að Ingvar kæmist ekki áfram, því dómnefndin gaf honum þrjú nei.
Hinsvegar tókst Ingvari að vinna salinn á sitt band eftir að uppistandinu lauk. Bubbi byrjaði á að segja kannski, sagði svo nei, en eftir hvatningu frá salnum endaði Bubbi á að segja já. Selma Björnsdóttir sagði næst nei en Jón Jónsson sagði já.
Því féll úrslitaatkvæðið Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í skaut. Þorgerður sagði að salurinn væri „í tómri steypu.“ En að lokum gaf Þorgerður sig, sagði já, og hleypti Ingvari áfram.
Næsti þáttur af Ísland Got Talent verður klukkan 19.45 í kvöld og mun þá ný símkosning hefjast. Þátttakendur geta unnið kúpt 55“ LG snjallsjónvarp að andvirði 600.000 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 250 þúsund króna gjafakort frá Íslandsbanka. Dregið verður úr innsendum atkvæðum 6. mars næstkomandi.
Í myndböndunum hér að neðan má sjá atriði Ingvars nú og fyrir ári síðan.
Uppfært 19.40: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð ranglega að Ingvar hefði ekki komist áfram úr fyrstu umferð Ísland Got Talent í fyrra. Jafnframt að hann hefði fengið fjögur nei í ár en ekki þrjú. Þetta hefur verið leiðrétt að ofan og beðist er velvirðingar á mistökunum.