Houston Rockets vann góðan sigur á Toronto Raptors á heimavelli, 98-76. Toronto leiddi í hálfleik, 36-40, en Houston-menn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik sem þeir unnu 58-40.
Corey Brewer átti fína innkomu af bekknum og var stigahæstur í liði Houston með 26 stig, auk þess sem hann tók 10 fráköst og stal boltanum fimm sinnum.
Stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur, James Harden, skilaði 20 stigum og sjö stoðsendingum.
James Johnson var stigahæstur í liði Toronto með 27 stig en enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en 11 stig.

Rivers hefur aldrei skorað jafn mikið í leik í NBA en hann er sonur þjálfara Clippers, Doc Rivers. J.J. Redick bætti 24 stigum við og þá skoraði Jamal Crawford 23 stig af bekknum.
DeMarcus Cousins var atkvæðamestur hjá Sacramento með 21 stig, en skotnýting liðsins í leiknum í nótt var afleit, eða 34,1%.

Pau Gasol átti góðan leik í liði Chicago, skoraði 22 stig og tók 14 fráköst. Annars dreifðist stigaskorið hjá heimamönnum vel en sex leikmenn skoruðu yfir 12 stig í leiknum.
P.J. Tucker var stigahæstur hjá Phoenix með 20 en liðið er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni.
Þá vann Oklahoma City Thunder sjö stiga sigur á Charlotte Hornets, 110-103, og New Orleans Pelicans lagði Miami Heat að velli, 105-91.
Úrslitin í nótt:
Oklahoma 110-103 Charlotte
New Orleans 105-91 Miami
Phoenix 107-112 Chicago
Toronto 76-98 Houston
Sacramento 99-126 LA Clippers