Öruggt hjá Golden State gegn meisturunum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2015 10:57 Stephen Curry fór illa með meistara San Antonio Spurs í nótt. vísir/afp Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Topplið Vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, átti ekki í miklum vandræðum með að leggja meistara San Antonio Spurs á heimavelli. Golden State var mun sterkari aðilinn en liðið leiddi með 21 stigi, 89-68, eftir þrjá leikhluta. Meistarnir löguðu stöðuna í lokaleikhlutanum en náðu aldrei að ógna forystu Stríðsmannanna. Stephen Curry fór mikinn í liði Golden State með 25 stig og 11 stoðsendingar. Klay Thompson kom næstur með 20 stig en þriggja stiga nýting Stríðsmannanna var frábær í leiknum, eða 51,5%. Toronto vann góðan sigur, 105-80, á Atlanta Hawks í toppslag í Austurdeildinni. Haukarnir tróna þó enn á toppi Austurdeildarinnar, hafa unnið 43 leiki og tapað 12. Toronto kemur þar á eftir með 37 sigra og 17 töp. Lou Williams skoraði 26 stig gegn sínum gömlu félögum en Demar DeRozan kom næstur í liði Toronto með 21 stig. Paul Millsap, Kyle Korver og Jeff Teague skoruðu 11 stig hver fyrir Atlanta. LeBron James skoraði 28 stig á aðeins 25 mínútum þegar Cleveland Cavaliers vann stórsigur á Washington Wizards, 127-89. Cleveland leiddi með 14 stigum í leikhléi, 65-51, og bætti svo jafnt og þétt við forskotið í seinni hálfleik. Kyrie Irving var öflugur sömuleiðis í liði Cleveland með 25 stig og sjö stoðsendingar. Brasilíumaðurinn Nene og leikstjórnandinn John Wall skoruðu 18 stig hvor fyrir Washington.Úrslitin í nótt: Orlando 95-84 New Orleans Philadelphia 95-106 Indiana Atlanta 80-105 Toronto Detroit 100-91 Chicago New York 87-111 Miami Minnesota 111-109 Phoenix Washington 89-127 Cleveland Dallas 111-100 Houston Milwaukee 89-81 Denver Utah 92-76 Portland Sacramento 109-101 Boston Golden State 110-99 San Antonio LA Lakers 105-114 BrooklynFrábær sending frá Stephen Curry Kyrie Irving vann sitt hvað fyrir sér í sportinu DeMarcus Cousins með tröllatroðslu gegn Boston
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum