Vill ekki bólusetja börnin sín Linda Blöndal skrifar 20. febrúar 2015 19:36 Erla Ólafsdóttir, þriggja barna móðir, segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. Mestar áhyggjur hafa þeir af aukaverkunum sem óttast er að geti fylgt bólusetningunni. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í vikunni kom fram að á milli fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Almennt er bólusett fyrir tíu sjúkdómum auk HVP víruss og fyrir tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini.Stór ákvörðun Mikilvægi bólusetninga hefur verið ótvírætt og nefna má næstum útrýmingu mislinga, barnaveiki, kíghósta og lömunarveiki. Þannig hefur verið komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra farsótta. Ákvörðun foreldra um að bólusetja ekki börn sín er stór en stundum telja foreldrar bólusetningarnar hafa skaðað börnin. Erla á tvær dætur, 22ja og 16 ára, og 13 ára son. Elstu dótturina lét hún bólusetja síðast 18 mánaða gamla, hina fram að 18 mánaða aldri en drengurinn hefur aldrei verið bólusettur.Dóttirin breyttist Erla byrjaði að efast um bólusetningar þegar dóttir hennar sýndi miklar breytingar á tali og þroska eftir 18 mánaða stunguna. „Hún talaði ekkert eftir hana, fór að sýna snertifælni og einhverfutilhneygingar. Ég er þroskaþjálfari og sjúkraþjálfari sjálf og hafði unnið á sambýlum fyrir einhverfa svo ég þekki þetta. Það var svo augljóst að breytingarnar urðu þarna, sagði Erla í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóttir Erlu var síðan greind einhverf. Erla segist þó ekki geta útilokað að dóttir hennar hafi fyrir tilviljun orðið einhverf á þessum tímabili. „Auðvitað getur það alltaf verið, maður getur ekkert sannað né afsannað en sem móðir þá tek ég ekki áhættu,“ segir Erla. „Ég hef líka kynnt mér ýmislegt síðan og það tók mig svona átta eða níu ár að virkilega komast að niðurstöðu og hætta þessu alveg“.Læknirinn sá eini neikvæði Umræðan er eldfim og jafnvel hatrömm. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem hafnar bólusetningu fyrir börn sín en óttinn við að það fréttist er mikill hjá þeim og nær enginn vill tjá sig opinberlega af ótta við viðbrögðin og neikvæð viðhorf gagnvart sér. Erla segist ekki mæta neikvæðu viðhorfi gagnvart sinni ákvörðun en þó hafi hún reynslu af því. Bólusett gegn svínaflensu á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fengið neikvæð viðbrögð nema hjá lækninum sem vildi bólusetja son minn,“ segir hún. „En ég trúi því að það sé svo margt annað breytt sem hjálpar okkur. Við erum með meira hreinlæti, gott heilbrigðiskerfi og við erum að bólusetja börn alltof ung fyrir einhverju sem þau gætu ekki einu sinni fengið svona ung. Það þarf að skoða þetta og ræða um þetta.“Ekkert sannað Hún segir son sinn einstaklega hraustan en að börn sín fái að taka sína eigin ákvörðun um bólusetningar þegar þau eldast. „Syni mínum hefur varla verið misdægurt, hann hefur aldrei fengið sýklalyf. Hann er hraustur og það er það sem skiptir máli“. Erla hefur farið á ráðstefnur, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem læknar ræddu bólusetningar og viðar að sér fróðleik reglulega. „Ég held að það sé ekkert sannað, í hvoruga áttina“, segir hún. „Sorgleg“ niðurstaða „Við vitum náttúrulega að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og fólk hugsar þetta örugglega mjög vandlega. En mér finnst það í raun og veru sorglegt að fólk skuli komast að þessari niðurstöðu,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarsviði Landlæknis. „Það er margsannað að afleiðingarnar af sjúkdómunum sem er verið að bólusetja gegn eru miklu, miklu alvarlegri heldur en nokkurn tímann af bólusetningunni.“ Hann bendir á að engin rannsókn hefur sýnt tengsl milli bólusetninga og einhverfu, þó margar hafi verið gerðar. „Vissulega geta sést alvarlegar afleiðingar af bólusetningum en þær eru mjög, mjög sjaldgæfar,“ segir Þórólfur. „Það er kannski einn af fimm hundruð þúsund, einn af milljón jafnvel, sem getur fengið slíkt. Á meðan erum við að sjá að dánartíðni af þessum sjúkdómum er kannski tíu prósent. Það er ólíku saman að jafna.“Meðal þeirra sem hafna bólusetningum hefur verið fullyrt að verið sé að bólusetja börn fyrir sjúkdómum sem smitast eingöngu með kynmökum. Þórolfur segir það alrangt. Hann segir einnig að ekki hafi verið tekin sú afstaða hjá Sóttvarnarlækni að skylda fólk til að bólusetja börnin sín.Viðtalið við Erlu Ólafsdóttur í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Erla Ólafsdóttir, þriggja barna móðir, segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. Mestar áhyggjur hafa þeir af aukaverkunum sem óttast er að geti fylgt bólusetningunni. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í vikunni kom fram að á milli fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Almennt er bólusett fyrir tíu sjúkdómum auk HVP víruss og fyrir tólf ára stúlkur gegn leghálskrabbameini.Stór ákvörðun Mikilvægi bólusetninga hefur verið ótvírætt og nefna má næstum útrýmingu mislinga, barnaveiki, kíghósta og lömunarveiki. Þannig hefur verið komið í veg fyrir útbreiðslu lífshættulegra farsótta. Ákvörðun foreldra um að bólusetja ekki börn sín er stór en stundum telja foreldrar bólusetningarnar hafa skaðað börnin. Erla á tvær dætur, 22ja og 16 ára, og 13 ára son. Elstu dótturina lét hún bólusetja síðast 18 mánaða gamla, hina fram að 18 mánaða aldri en drengurinn hefur aldrei verið bólusettur.Dóttirin breyttist Erla byrjaði að efast um bólusetningar þegar dóttir hennar sýndi miklar breytingar á tali og þroska eftir 18 mánaða stunguna. „Hún talaði ekkert eftir hana, fór að sýna snertifælni og einhverfutilhneygingar. Ég er þroskaþjálfari og sjúkraþjálfari sjálf og hafði unnið á sambýlum fyrir einhverfa svo ég þekki þetta. Það var svo augljóst að breytingarnar urðu þarna, sagði Erla í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóttir Erlu var síðan greind einhverf. Erla segist þó ekki geta útilokað að dóttir hennar hafi fyrir tilviljun orðið einhverf á þessum tímabili. „Auðvitað getur það alltaf verið, maður getur ekkert sannað né afsannað en sem móðir þá tek ég ekki áhættu,“ segir Erla. „Ég hef líka kynnt mér ýmislegt síðan og það tók mig svona átta eða níu ár að virkilega komast að niðurstöðu og hætta þessu alveg“.Læknirinn sá eini neikvæði Umræðan er eldfim og jafnvel hatrömm. Fréttastofa hefur rætt við fjölda foreldra sem hafnar bólusetningu fyrir börn sín en óttinn við að það fréttist er mikill hjá þeim og nær enginn vill tjá sig opinberlega af ótta við viðbrögðin og neikvæð viðhorf gagnvart sér. Erla segist ekki mæta neikvæðu viðhorfi gagnvart sinni ákvörðun en þó hafi hún reynslu af því. Bólusett gegn svínaflensu á Landspítalanum.Vísir/Vilhelm „Ég hef ekki fengið neikvæð viðbrögð nema hjá lækninum sem vildi bólusetja son minn,“ segir hún. „En ég trúi því að það sé svo margt annað breytt sem hjálpar okkur. Við erum með meira hreinlæti, gott heilbrigðiskerfi og við erum að bólusetja börn alltof ung fyrir einhverju sem þau gætu ekki einu sinni fengið svona ung. Það þarf að skoða þetta og ræða um þetta.“Ekkert sannað Hún segir son sinn einstaklega hraustan en að börn sín fái að taka sína eigin ákvörðun um bólusetningar þegar þau eldast. „Syni mínum hefur varla verið misdægurt, hann hefur aldrei fengið sýklalyf. Hann er hraustur og það er það sem skiptir máli“. Erla hefur farið á ráðstefnur, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem læknar ræddu bólusetningar og viðar að sér fróðleik reglulega. „Ég held að það sé ekkert sannað, í hvoruga áttina“, segir hún. „Sorgleg“ niðurstaða „Við vitum náttúrulega að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og fólk hugsar þetta örugglega mjög vandlega. En mér finnst það í raun og veru sorglegt að fólk skuli komast að þessari niðurstöðu,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnarsviði Landlæknis. „Það er margsannað að afleiðingarnar af sjúkdómunum sem er verið að bólusetja gegn eru miklu, miklu alvarlegri heldur en nokkurn tímann af bólusetningunni.“ Hann bendir á að engin rannsókn hefur sýnt tengsl milli bólusetninga og einhverfu, þó margar hafi verið gerðar. „Vissulega geta sést alvarlegar afleiðingar af bólusetningum en þær eru mjög, mjög sjaldgæfar,“ segir Þórólfur. „Það er kannski einn af fimm hundruð þúsund, einn af milljón jafnvel, sem getur fengið slíkt. Á meðan erum við að sjá að dánartíðni af þessum sjúkdómum er kannski tíu prósent. Það er ólíku saman að jafna.“Meðal þeirra sem hafna bólusetningum hefur verið fullyrt að verið sé að bólusetja börn fyrir sjúkdómum sem smitast eingöngu með kynmökum. Þórolfur segir það alrangt. Hann segir einnig að ekki hafi verið tekin sú afstaða hjá Sóttvarnarlækni að skylda fólk til að bólusetja börnin sín.Viðtalið við Erlu Ólafsdóttur í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bólusetningar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira