Ferrari fjölskyldan ætlar ekki að selja Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:35 Piero Ferrari fyrir miðju. Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent