Westbrook fór á kostum í sigri á Dallas | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 07:30 Russell Westbrook fór á kostum. vísir/epa NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn: NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn:
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00