Matthías Orri: Deildin yrði ekki eins án stórveldis eins og ÍR Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2015 13:30 Matthías Orri verður með í kvöld. vísir/pjetur ÍR getur afgreitt fallbaráttuna í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Skallagrími á heimavelli sínum í Hertz-hellinum. ÍR er með tíu stig eins og Fjölnir en á tvo leiki eftir. Fjölnismenn eiga bara einn eftir. Skallagrímur er með átta stig og á tvo leiki eftir. Með sigri í kvöld fellir ÍR lið Skallagríms á stigum og þá er liðið yfir í innbyrðis viðureignum sínum gegn Fjölni. Grafarvogsmenn þurfa því í raun að mæta í Breiðholtið í kvöld og styðja Skallagrím til sigurs. Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnandi ÍR, meiddist í byrjun leiks gegn Grindavík 15. febrúar og missti af síðustu tveimur leikjum ÍR gegn Grindavík sem tapaðist og Snæfelli sem vannst. „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ segir Matthías Orri í samtali við Vísi. Matthías meiddist þegar hann fór upp í skot gegn Grindavík og lenti á fæti Ómars Sævarssonar með þeim afleiðingum að hann sneri upp á ökklann. „Ég er orðinn þokkalegur. Ég æfði í gær og fyrradag og hef verið nokkuð góður. Þetta virtist bara vera venjulegur snúningur en það var beinmar sem hélt mér lengur frá,“ segir Matthías, en er hann alveg klár í slaginn? „Ég er svona 70 prósent heill en þegar komið er í leikinn spilar maður eins og ekkert sé að.“ Leikstjórnandinn öflugi, sem hefur skorað 19,9 stig að meðaltali í leik og gefið 5,6 fráköst, segir ekkert annað í boði en að vinna í kvöld. „Það kemur ekkert annað til greina. Dominos-deildin verður ekki eins án stórveldis eins og ÍR. Við gerum allt sem við getum til að halda okkur upp fyrir stuðningsmenn okkar og deildina,“ segir Matthías Orri. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Breiðhyltingar fjölmenni á leikinn og Skallagrímsmenn líka. Það verður skammarlegt ef húsið verður ekki fullt,“ segir Matthías Orri Sigurðarson.Aðrir leikir kvöldsins:Keflavík - Snæfell, 19.15 Njarðvík - Stjarnan, 19.15Leikur ÍR og Skallagríms verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
ÍR getur afgreitt fallbaráttuna í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tekur á móti Skallagrími á heimavelli sínum í Hertz-hellinum. ÍR er með tíu stig eins og Fjölnir en á tvo leiki eftir. Fjölnismenn eiga bara einn eftir. Skallagrímur er með átta stig og á tvo leiki eftir. Með sigri í kvöld fellir ÍR lið Skallagríms á stigum og þá er liðið yfir í innbyrðis viðureignum sínum gegn Fjölni. Grafarvogsmenn þurfa því í raun að mæta í Breiðholtið í kvöld og styðja Skallagrím til sigurs. Matthías Orri Sigurðarson, leikstjórnandi ÍR, meiddist í byrjun leiks gegn Grindavík 15. febrúar og missti af síðustu tveimur leikjum ÍR gegn Grindavík sem tapaðist og Snæfelli sem vannst. „Ég verð með í kvöld. Það er ekkert annað í boði. Ég læt bara adrenalínið sjá um þetta og spila eins og ekkert sé að mér,“ segir Matthías Orri í samtali við Vísi. Matthías meiddist þegar hann fór upp í skot gegn Grindavík og lenti á fæti Ómars Sævarssonar með þeim afleiðingum að hann sneri upp á ökklann. „Ég er orðinn þokkalegur. Ég æfði í gær og fyrradag og hef verið nokkuð góður. Þetta virtist bara vera venjulegur snúningur en það var beinmar sem hélt mér lengur frá,“ segir Matthías, en er hann alveg klár í slaginn? „Ég er svona 70 prósent heill en þegar komið er í leikinn spilar maður eins og ekkert sé að.“ Leikstjórnandinn öflugi, sem hefur skorað 19,9 stig að meðaltali í leik og gefið 5,6 fráköst, segir ekkert annað í boði en að vinna í kvöld. „Það kemur ekkert annað til greina. Dominos-deildin verður ekki eins án stórveldis eins og ÍR. Við gerum allt sem við getum til að halda okkur upp fyrir stuðningsmenn okkar og deildina,“ segir Matthías Orri. „Ég býst ekki við neinu öðru en að Breiðhyltingar fjölmenni á leikinn og Skallagrímsmenn líka. Það verður skammarlegt ef húsið verður ekki fullt,“ segir Matthías Orri Sigurðarson.Aðrir leikir kvöldsins:Keflavík - Snæfell, 19.15 Njarðvík - Stjarnan, 19.15Leikur ÍR og Skallagríms verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira