Hann náði fimmtu þrennunni í síðustu sex leikjum og sjöundu þrennu vetrarins í nótt þegar liðið vann Toronto Raptors á heimavelli, 108-104.
Westbrook skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og gaf 17 stoðsendingar í þessum mikilvæga sigri Thunder, en liðið komst með honum aftur upp í áttunda sæti vesturdeildarinnar.
DeMar DeRozan var stigahæstur gestanna með 24 stig og Terrence Ross skoraði 20 stig. Toronto er fallið niður í fjórða sæti austurdeildarinnar, en það var lengi vel í öðru sæti á eftir Atlanta.
Þrenna Russels Westbrooks:
Golden State Warriors, efsta liðið í NBA-deildinni, heldur áfram góðu forskoti í vestrinu eftir sjötta heimasigurinn í röð. Það lagði LA Clippers í nótt, 106-98.
Stephen Curry hafði að þessu sinni hægt um sig. Hann skoraði aðeins 12 stig og gaf 4 stoðsendingar, en stigahæstur heimamanna var Draymond Green sem skoraði 23 stig. Klay Thompson bætti við 21 stigi fyrir Warriors.
J.J. Redick skoraði 18 stig fyrir Clippers en stigahæstur var Austin Rivers sem kom inn af bekknum með 22 stig. Clippers-liðið er í fimmta sæti vestursins jafnt Dallas Mavericks sem lagði Lakers í nótt, 100-93.
Úrslit næturinnar:
San Antonio Spurs - Chicago Bulls 116-105
Golden State Warriors - LA Clippers 106-98
Brooklyn Nets - Utah Jazz 88-95
Detroit Pistons - Charotte Hornets 101-108
Orlando Magic - Boston Celtics 103-98
OKC Thunder - Toronto Raptors 108-104
LA Lakers - Dallas Mavericks 93-100
Staðan í deildinni.