Mikilvægur sigur Grindavíkur í kaflaskiptum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. mars 2015 20:47 Grindavík vann afar mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld í kaflaskiptum leik. Vísir/Daníel Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. Heimamenn í Grindavík byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta örugglega 24-11. Einhverjir héldu þá að um göngutúr í garðinum væri að ræða fyrir Grindavík, en gestirnir úr Grafarvogi mættu sterkir inn í annan leikhlutann. Gestirnir unnu hann með fjórtán stigum og leiddu í hálfleik með eins stigs mun, 40-39. Grindavík náði aftur undirtökunum í þriðja leikhlutanum og leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann; 65-62. Í fjórða leikhlutanum reyndust heimamenn í Grindavík sterkari, en þeir unnu að lokum fjórtán stiga sigur; 89-75. Rodney Alexander spilaði vel í liði Grindavíkur, en hann skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þrír aðrir leikmenn auk Rodney skoruðu yfir tíu stig. Hjá Fjölni var Jonathan Mitchell í algjörum sérflokki, en hann skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Davíð Ingi Bustion kom næstur með tólf stig. Grindavík skaust með sigrinum upp fyrir Þór Þorlákshöfn og Keflavík og upp í sjötta sæti deildarinnar, en Keflavík á þó leik til góða á morgun. Fjölnir situr í næst neðsta sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og ÍR sem er í sætinu fyrir ofan. ÍR á þó leik til góða. Skallagrímur er á botninum með átta.Tölfræði leiks:Grindavík-Fjölnir 89-75 (24-11, 15-29, 26-22, 24-13)Grindavík: Rodney Alexander 30/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0.Fjölnir: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7 fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Grindavík vann mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni karla í körfubolta. Fjölnismenn lágu í valnum í Grindavík í kvöld, en lokatölur urðu 89-75 sigur Grindavíkur. Heimamenn í Grindavík byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta örugglega 24-11. Einhverjir héldu þá að um göngutúr í garðinum væri að ræða fyrir Grindavík, en gestirnir úr Grafarvogi mættu sterkir inn í annan leikhlutann. Gestirnir unnu hann með fjórtán stigum og leiddu í hálfleik með eins stigs mun, 40-39. Grindavík náði aftur undirtökunum í þriðja leikhlutanum og leiddu með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann; 65-62. Í fjórða leikhlutanum reyndust heimamenn í Grindavík sterkari, en þeir unnu að lokum fjórtán stiga sigur; 89-75. Rodney Alexander spilaði vel í liði Grindavíkur, en hann skoraði 28 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þrír aðrir leikmenn auk Rodney skoruðu yfir tíu stig. Hjá Fjölni var Jonathan Mitchell í algjörum sérflokki, en hann skoraði 35 stig, tók tólf fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Davíð Ingi Bustion kom næstur með tólf stig. Grindavík skaust með sigrinum upp fyrir Þór Þorlákshöfn og Keflavík og upp í sjötta sæti deildarinnar, en Keflavík á þó leik til góða á morgun. Fjölnir situr í næst neðsta sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og ÍR sem er í sætinu fyrir ofan. ÍR á þó leik til góða. Skallagrímur er á botninum með átta.Tölfræði leiks:Grindavík-Fjölnir 89-75 (24-11, 15-29, 26-22, 24-13)Grindavík: Rodney Alexander 30/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Ólafur Ólafsson 15/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14/8 fráköst/10 stoðsendingar, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 6/12 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Þorleifur Ólafsson 0.Fjölnir: Jonathan Mitchell 35/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 12/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 6/7 fráköst, Danero Thomas 5, Emil Þór Jóhannsson 4, Valur Sigurðsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 2, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Árni Elmar Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira