Styttunni verður fundinn staður fyrir utan heimavöll félagsins. Eðlilega er styttu-Wilkins á leið í troðslu.
„Það elskar enginn þetta félag eins mikið og ég. Ég er með Hawks-blóð í æðum. Mér fannst alltaf skrýtið að spila fyrir önnur félög enda er ég fyrst og fremst Hawks-maður," sagði Wilkins stoltur.
Það hefur enginn leikið fleiri leiki eða skorað fleiri stig fyrir félagið en Wilkins.
Hawks var ekki bara að afhjúpa þessa styttu því nú er í gangi svokölluð „Nique-vika" þar sem þessi snillingur er heiðraður.
