Áræðinn vísundur Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2015 09:35 Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Vísundar eru stórar skepnur og greinilega nokkuð áræðnir er kemur að því að verja sitt svæði. Það fékk par eitt að reyna um daginn er þau óku um Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum, einmitt til að skoða þessar stóru skepnur. Á vegi þeirra urðu nokkrir vísundar sem komu skokkandi að bíl þeirra. Í stað þess að hörfa frá þeim, grunlaus um árásargirni þeirra, hreyfðu þau ekki bíl sinn og það var eins og við manninn mælt, einn þeirra réðst á bíl þeirra og stórskemmdi hann með því að stanga hann hressilega að framan. Tjónið sem hann olli með árás sinni nemur 2.800 dollurum, eða tæpum 400.000 krónum. Vísundar geta orðið allt að 900 kíló að þyngd svo það er ekki nema von að árás frá þeim valdi tjóni á bílum ef þeir eru eins ákveðnir og þessi sem hér sést.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira