Innlent

Hellisheiði og Þrengslin lokuð: Björgunarsveitir að störfum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sandskeið er einnig lokað.
Sandskeið er einnig lokað. Vísir/Vilhelm
Búið er að loka fyrir umferð um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslin. Opið er um Suðurstrandarveg en þar er óveður.

Ábendingar frá veðurfræðingi:

Frá því um hádegi verður mjög blint verði og dimm ofanhríð á veginum austur fyrir Fjall frá og þar til skil lægðarinnar verða farin yfir á milli kl. 17 og 18. Eins stórhríðarveður um tíma og lítið skyggni á Vatnleið, Bröttubrekku, Svínadal og á Holtavörðuheiðinni, sem og á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá er reiknað með hviðum 35-45 metrar undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi og þar til síðdegis. Einnig á norðanverðu Snæfellsnesi.

Hálka eða hálkublettir eru allvíða á Suður- og Suðvesturlandi. Hálkublettir og óveður eru á Kjalarnesi, hálka og óveður er við sunnanverðan Hvalfjörð. Óveður er á Grindavíkurvegi og við Festarfjall.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Hálkublettir og óveður er undir Hafnarfjalli.

Hálka eða snjóþekja er nánast á öllum á vegum á Vestfjörðum, þó aðeins hálkublettir á Innstrandavegi. Þæfingur og óveður er á Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum.

Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir. Óveður er við Hvamm undir Eyjafjöllum.

Tilkynning frá Landsbjörgu sem barst klukkan 13:25 - Eins og komið hefur fram er búið að loka veginum yfir Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeið. Þar er nú mjög blint og ekkert ferðaveður. Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til aðstoðar ökumönnum en nokkrir bílar eru fastir eða útaf á heiðinni og nokkrir á Sandskeiði.

Svona var ástandið við Litlu kaffistofuna í dag.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Búist við stormi um allt land í dag

Hvessa mun með morgninum sunnan- og vestanlands með snjókomu, einkum á fjallvegum, en síðar slyddu eða rigningu á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×