Sala bíla í febrúar jókst um 26,5% Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 13:36 Sala nýrra bíla heldur áfram að aukast. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 28. febrúar jókst um 26,5% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 632 stk. á móti 495 í sama mánuði 2014, eða aukning um 137 bíla. Þar af voru 202 bílaleigubílar eða 32% af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. „Hlutfall bílaleigubíla hefur minkað í heildarskráningum þó enn séu þeir stór hluti af nýskráningum fólksbíla. Eftirspurn eftir bílaleigubílum eykst að sama skapi og fjöldi ferðamanna eykst og tímabilið er ekki lengur aðeins bundið við sumarmánuðina þó svo eftirspurnin sé mest á þeim tíma. Hins vegar hefur sala til einstaklinga og fyrirtækja verið að aukast bæði á síðasta ári sem og það sem af er þessu ári. Reiknum við með því að hlutur einstaklinga í heildarsölu eigi eftir að aukast töluvert á þessu ári þar sem þörfin á nýjum bílum á göturnar er mikil og gamlir bílar að ganga úr sér enda óhagkvæmir og óöruggir“, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 28. febrúar jókst um 26,5% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 632 stk. á móti 495 í sama mánuði 2014, eða aukning um 137 bíla. Þar af voru 202 bílaleigubílar eða 32% af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. „Hlutfall bílaleigubíla hefur minkað í heildarskráningum þó enn séu þeir stór hluti af nýskráningum fólksbíla. Eftirspurn eftir bílaleigubílum eykst að sama skapi og fjöldi ferðamanna eykst og tímabilið er ekki lengur aðeins bundið við sumarmánuðina þó svo eftirspurnin sé mest á þeim tíma. Hins vegar hefur sala til einstaklinga og fyrirtækja verið að aukast bæði á síðasta ári sem og það sem af er þessu ári. Reiknum við með því að hlutur einstaklinga í heildarsölu eigi eftir að aukast töluvert á þessu ári þar sem þörfin á nýjum bílum á göturnar er mikil og gamlir bílar að ganga úr sér enda óhagkvæmir og óöruggir“, segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent