Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 19:57 Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent