Opel rifar seglin í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2015 14:57 Opel bíll í Pétursborg. General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
General Motors, eigandi Opel, hefur fengið leið á því að tapa ógrynni fjár í Evrópu. Ástandið í Rússlandi er ekki beint til að hjálpa til við þau áform að rétta við skútuna í álfunni og því hefur verið tekin sú ákvörðu að loka verksmiðjum Opel í Rússlandi við lok þessa árs. Áhersla GM í Rússlandi verður á dýrari gerðir Chevrolet og Cadillac bíla, en framleiðslu minni og ódýrari bíla hætt. Því verða þeir bílar sem GM selur í Rússlandi innfluttir, en víst er að framleiðsla þeirra í Rússlandi hefur ekki borgað sig í samkeppni við aðra ódýrari bíla þar. Markmið Opel var að ná yfir núllið í Evrópu frá og með árinu 2016 og það rýmar ekki við þær áætlanir að halda úti óbreyttri starfsemi í svo óvissu ástandi sem er í Rússlandi nú og verður líklega á næstu árum. Fyrir stuttu var hér greint frá tímabundnum lokunum bílaverksmiðju Nissan í Rússlandi og svo virðist sem allir bílaframleiðendur séu að rifa seglin í Rússlandi eða minnka starfsemi sína til muna þar.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent